Útvarpsþátturinn - Rautt í Keflavík og KR dúett úr Grafarvogi
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net laugardaginn 9. maí.
Dregið í fyrstu umferð Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda og Baldvin Már Borgarsson ræðir um Lengjudeildina.
Gestir þáttarins eru Halldór Snær Georgsson og júlíus Mar Júlíusson sem gengu í raðir KR frá Fjölni fyrir yfirstandandandi tímabil. Rýnt er í komandi umferð í Bestu deildinni.
--------
Enski boltinn - Enn eitt titlalausa tímabilið og augun á Bilbao
Enn eitt titlalausa tímabilið hjá Arsenal er staðreynd eftir tap gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni.
Er Arteta kominn á endastöð? Arsenal mennirnir Engilbert Aron og Jón Kaldal mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net og sögðu frá sínu áliti á tímabilinu og því sem koma skal.
Þá mætast Manchester United og Tottenham í mjög svo áhugaverðum úrslitaleik í Evrópudeildinni.
Það er aðallega rætt um Evrópukeppninar í þessum þætti en aðeins snert á ensku úrvalsdeildinni undir lokin.
--------
Grasrótin - 1. umferð, KFA og Hvíti með statement
Grasrótin er nýr hlaðvarpsþáttur sem fjallar alfarið um neðri deildirnar á Íslandi.Halli Óla og Tómas Helgi settust niður og ræddu stóru málin í 2. og 3. deild karla. Tímabilið er hafið og það fer svo sannarlega skemmtilega af stað.
--------
Tveggja Turna Tal - Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir
Guðjörg Ýr Hilmarsdóttir er stemmningskona úr Kópavogi. Hún er Dj á heimaleikjum Breiðabliks og er svo góð í starfi að re-mixin hennar eru spiluð í Þýsku Bundesligunni. Gugga skilaði nýlega upplifunarhandbók sem lokaverkefni í Háskólanum sem fjallar um hvernig hægt er að fjölga áhorfendum á íþróttaviðburðum. Gugga settist niður með mér og útskýrði fyrir mér hvernig við getum hækkað meðaltalsfjölda á leiki í bestu deild kvenna úr 200 í miklu hærri tölu. Vonandi taka fyrirtæki við boltanum, styrkja bókina þannig að félög landsins geti fengið hana til notkunar því innihaldið er fyrsta flokks. Við ræddum líka margt annað enda Gugga einstaklega hress og skemmtileg ung dama!Njótið vel.
--------
Asmir Begovic ræðir við Fótbolta.net - Spenntur að koma aftur til Íslands
Asmir Begovic, markvörður sem hefur spilað lengi í ensku úrvalsdeildinni, mun í sumar mæta til Íslands annað árið í röð og vera hér með markvarðarakademíu fyrir efnilega íslenska markverði.
Námskeiðið í fyrra sló í gegn þar sem fjöldi efnilegra markvarða hvaðanæva af landinu og erlendis æfðu undir handleiðslu frábærra þjálfara.
Þjálfarar í ár verða Begovic, David Smalley og Jack Hadley ásamt íslenskum þjálfurum. Námskeiðið verður á Lambahagavelli í Úlfarsárdal frá 31. maí til 1. júní í sumar.
Hér er hægt að skrá sig á námskeiðið.
Begovic ræddi í dag við Fótbolta.net um akademíuna, Ísland og sinn frábæra feril.